Flúr og tildur

Á námskeiðinu Flúr og tildur verður teikning sett í samhengi við húðflúr eða tattú. Þátttakendur munu inna af hendi ýmis konar teikniæfingar með það fyrir augum að þeir uppgötvi sérkenni í eigin teikningu og þrói þau áfram.

Hvað þarf að hafa í huga þegar teiknað er fyrir tattú?
Hvers konar viðfangsefni er algengt að tattúlistafólk leiti fanga í? Þátttakendur munu koma til með að teikna fyrir tattú og yfirfæra teikninguna á leður áður en þeir síðan rekja hana með tattúnál.

ATH. Eingöngu er unnið með teikningu á blað og tattúgerð á leður, aldrei á húð!

Gagnlegt er að hafa einhvern grunn í teikningu við þátttöku á námskeiðinu.

Kennsla fer fram yfir tveggja vikna tímabil (10.-18. ágúst), tvær helgar í röð. Kennt á laugardögum og sunnudögum kl. 13:00-16:00 í fjögur skipti alls.

Námslok miðast við 80% mætingu. ATH. Kennslan fer fram á ensku.

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu verður til staðar og er innifalið í námskeiðisgjaldi. Gagnlegt er að hafa skissubók meðferðis og þau teikniáhöld sem viðkomandi er vanur að nota, ef það á við.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Drawing with pencil

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0810 10. ágúst, 2024 – 18. ágúst, 2024 10. ágúst, 2024 18. ágúst, 2024 13:00-16:00 Karolina Nowak 47.500 kr.