6-9 ára: Útilistaverk

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á tilraunir með skúlptúra, video og ljósmyndir í nærumhverfinu. Farið verður í styttri leiki þar sem skúlptúrar verða búnir til með fundnum efnivið eða út frá honum. Einnig munum við koma til með að fara út í fjöru og teikna og mála undir berum himni ef veður leyfir.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Skólafrí:
Teikni i sandi

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
69INÚT1 12. ágúst, 2024 – 16. ágúst, 2024 12. ágúst, 2024 16. ágúst, 2024 09:00-12:00 Sölvi Steinn Þórhallsson 35.000 kr.
69INÚT2 12. ágúst, 2024 – 16. ágúst, 2024 12. ágúst, 2024 16. ágúst, 2024 13:00-16:00 Sölvi Steinn Þórhallsson 35.000 kr.