6-9 ára: Myndlist

Á námskeiðinu verða unnin fjölbreytt verkefni með áherslu á skapandi hugsun, persónulega tjáningu og á að þroska vinnubrögð hvers og eins. Nemendur fá að kynnast fjölbreyttum efnisheimi í gegnum mismunandi miðla. Unnið verður bæði í tvívídd og þrívídd og áhersla lögð á grundvallaratriði sjónlista: form, liti, áferð og lýsingu.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Skólafrí:

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

IMG 0206

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
69MYND1 10. júní, 2024 – 14. júní, 2024 10. júní, 2024 14. júní, 2024 09:00-12:00 Guðrún Benónýsdóttir 35.000 kr.
69MYND3 18. júní, 2024 – 21. júní, 2024 18. júní, 2024 21. júní, 2024 09:00-12:00 Selma Hreggviðsdóttir 28.000 kr.