Á námskeiðinu vinna nemendur með fjölbreyttan efnivið og aðferðir og kynnast ýmsum handverkshefðum, töfrum jarðefna og hvaðan efniviðurinn kemur. Nemendur læra að búa til bækur, liti og verkfæri til eigin listsköpunar. Verkefnin sem lögð verða fyrir byggja á grundvallar atriðum sjónlista, s.s. línu, lit, áferð, ljósi og skugga og vinna verkefni í tvívídd og þrívídd. Áhersla verður lögð á svigrúm til tilrauna og rými fyrir eigin uppgötvanir nemenda og frjálst flæði.
Á námskeiðinu veltum við einnig fyrir okkur fortíð, nútíð og framtíð í samhengi við sýninguna „Heimur í orðum“ og færum framandi hugtök nær okkur sjálfum í gegnum ævintýri sköpunar. „Heimur í orðum“ er glæsileg sýning Árnastofnunar í Eddu á íslensku handritunum sem geyma ómetanlegan menningararf okkar. Nánar um sýningu Heimur í orðum.
Námskeiðið er 12 vikur.