10-12 ára: Heimur myndlistar

Á námskeiðinu vinna nemendur með fjölbreyttan efnivið og aðferðir og kynnast ýmsum handverkshefðum, töfrum jarðefna og hvaðan efniviðurinn kemur. Nemendur læra að búa til bækur, liti og verkfæri til eigin listsköpunar. Verkefnin sem lögð verða fyrir byggja á grundvallar atriðum sjónlista, s.s. línu, lit, áferð, ljósi og skugga og vinna verkefni í tvívídd og þrívídd. Áhersla verður lögð á svigrúm til tilrauna og rými fyrir eigin uppgötvanir nemenda og frjálst flæði.

Á námskeiðinu veltum við einnig fyrir okkur fortíð, nútíð og framtíð í samhengi við sýninguna „Heimur í orðum“ og færum framandi hugtök nær okkur sjálfum í gegnum ævintýri sköpunar. „Heimur í orðum“ er glæsileg sýning Árnastofnunar í Eddu á íslensku handritunum sem geyma ómetanlegan menningararf okkar. Nánar um sýningu Heimur í orðum.

Námskeiðið er 12 vikur.

Viðbótarkostnaður: 20.400 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð verður innheimt samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni er innifalið en gaman er að koma með eigin teninga og skissubók.
Hámarksfjöldi nemenda: 15
Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02619

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012107 11. september, 2025 – 27. nóvember, 2025 Fimmtudagur 11. september, 2025 27. nóvember, 2025 Fimmtudagur 15:00-17:15 Lovísa Lóa Sigurðardóttir og Guðrún Vera Hjartardóttir 68.000 kr.