13-16 ára: Litur, lína og form

Á þessu námskeiði vinna nemendur með helstu þætti myndlistar: línu, liti, form, áferð, ljós og skugga. Verkefnin ná bæði til tvívíðra verka – s.s. teikningar og málverka – og þrívíðrar vinnu, þar sem unnið er með mótun og efnivið eins og leir. Einn hluti námskeiðsins felst í gerð andlitsmyndar úr leir með lifandi fyrirmynd.

Fullkomið námskeið fyrir þá sem vilja prófa margskonar aðferðir, tjá sig í gegnum list og efla sjálfstraust í eigin sköpun.

Námskeiðið er 12 vikur.

Viðbótarkostnaður: 20.700 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð verður innheimt samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Ekki verður kennt vegna vetraleyfis:

* Þriðjudaginn 28.10.

Img 9412

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316102 9. september, 2025 – 2. desember, 2025 Þriðjudagur 9. september, 2025 2. desember, 2025 Þriðjudagur 17:30-19:55 Guðrún Vera Hjartardóttir 69.000 kr.