Á þessu námskeiði vinna nemendur með helstu þætti myndlistar: línu, liti, form, áferð, ljós og skugga. Verkefnin ná bæði til tvívíðra verka – s.s. teikningar og málverka – og þrívíðrar vinnu, þar sem unnið er með mótun og efnivið eins og leir. Einn hluti námskeiðsins felst í gerð andlitsmyndar úr leir með lifandi fyrirmynd.
Fullkomið námskeið fyrir þá sem vilja prófa margskonar aðferðir, tjá sig í gegnum list og efla sjálfstraust í eigin sköpun.
Námskeiðið er 12 vikur.