Á þessu fjölbreytta námskeiði er unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu og málun og gerðar tilraunir með blandaða tækni. Verkefnin sem lögð eru fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og skugga. Áhersla er lögð á að veita nemendum svigrúm til tilrauna, virkja áhugasvið þeirra og sköpunargleði. Markmið námskeiðsins er að efla sköpunargleði og sjálfstraust til listsköpunar og stuðla að gleði og jákvæðri upplifun af myndlist.
Námskeiðið er 12 vikur.