Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur læri helstu aðferðir við handmótun leirs og vinni ýmis skemmtileg verkefni tengd því og öðlist þannig skilning á ferli leirsins frá mótunar til brennslu. Einnig fá nemendur að prófa að renna á rennibekk og munu þau renna nytjahluti ásamt því að gera óhlutbundnar tilraunir.
Nemendur munu þjálfast í sjónrænni athygli og þroska almenn vinnubrögð og fá tilfinningu fyrir formi og efni. Markmið námskeiðsins er að efla sköpunargleði og sjálfstraust til listsköpunar og stuðla að gleði og jákvæðri upplifun af myndlist og handverki.
Tveir námskeiðshópar og 12 vikur hver.