6-9 ára: Myndlist

Á námskeiðinu eru unnin fjölbreytt verkefni með áherslu á skapandi hugsun, persónulega tjáningu og á að þroska vinnubrögð einstaklingsins. Mismunandi miðlar eru teknir fyrir og nemendur fá að kynnast mismunandi efnum. Unnin verða tvívíddar og þrívíddar verk þar sem áhersla verður lögð á grundvallaratriði sjónlista; form, liti, áferð og lýsingu.

7 námskeiðshópar í boði. Námskeiðið er 12 vikur.

Viðbótarkostnaður: 18.600 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð verður innheimt samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 8 í hverjum hóp
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Enginn kennsla verður á þessum mánudögum:

* 24. febrúar vegna vetraleyfis
* 14. og 21. apríl vegna páskafrís

Enginn kennsla verður á þessum þriðjudögum:

* 25. febrúar vegna vetraleyfis
* 15. apríl vegna páskafrís

Enginn kennsla verður þennan miðvikudag:

* 16. apríl vegna páskafrís

Engin kennsla verður á þessum laugardögum:

* 22. febrúar vegna vetraleyfis
* 19. apríl vegna páskafrís

IMG 0206

Miðberg

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
69201 20. janúar, 2025 – 28. apríl, 2025 Mánudagur 20. janúar, 2025 28. apríl, 2025 Mánudagur 15:15-17:00 Rannveig Jónsdóttir 62.000 kr.

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
69101 4. febrúar, 2025 – 6. maí, 2025 Þriðjudagur 4. febrúar, 2025 6. maí, 2025 Þriðjudagur 15:15-17:00 Guðrún Benónýsdóttir 62.000 kr.
69102 5. febrúar, 2025 – 7. maí, 2025 Miðvikudagur 5. febrúar, 2025 7. maí, 2025 Miðvikudagur 15:15-17:00 Kristín Karólína Helgadóttir 62.000 kr.
69105 8. febrúar, 2025 – 10. maí, 2025 Laugardagur 8. febrúar, 2025 10. maí, 2025 Laugardagur 10:15-12:00 Selma Hreggviðsdóttir og Hlökk Þrastardóttir 62.000 kr.
69106 8. febrúar, 2025 – 10. maí, 2025 Laugardagur 8. febrúar, 2025 10. maí, 2025 Laugardagur 12:45-14:30 Selma Hreggviðsdóttir og Hlökk Þrastardóttir 62.000 kr.
69107 8. febrúar, 2025 – 10. maí, 2025 Laugardagur 8. febrúar, 2025 10. maí, 2025 Laugardagur 10:15-12:00 Guðrún Benónýsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir 62.000 kr.
69108 8. febrúar, 2025 – 10. maí, 2025 Laugardagur 8. febrúar, 2025 10. maí, 2025 Laugardagur 12:45-14:30 Guðrún Benónýsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir 62.000 kr.