Hlutverkaspil eru margslungnir leikir sem reyna á hæfni þáttakenda á ýmsa vegu. Beita þarf kænsku, stærðfræðilegri hugsun og samvinnu til að ná sem lengst í átökum leiksins, samskiptum og lausnum. Síðast en ekki síst þá snýst hlutverkaspil um sköpunargleði. Leikurinn fer fram undir leiðsögn stjórnandans, „Dungeon master“, sem heldur utan um allt regluverk leiksins og sér til þess að sagan verði áhugaverð.
Á námskeiðinu er spilað nýliðavænt form af „Dungeons & Dragons‟, í fyrsta tíma verða skapaðar persónur og að því loknu hefst sagan. Samhliða spiluninni fá nemendur leiðbeiningar við að skissa persónuna sína, haus, hendur, klæðnað og vopn.
Nemendur þurfa ekki að hafa neina reynslu af leiknum.
Námskieðið er 8 vikur.