Á námskeiðinu læra nemendur að þróa persónu frá hugmynd í fullunnið verk. Nemendur þjálfast í að teikna persónu frá mismunandi sjónarhornum, í mismunandi stellingum, rýmum og tjá svipbrigði þeirra. Lögð er áhersla á „Manga“ teiknistílinn, mismunandi einkenni hans og mikilvægi persónusköpunar.
Lögð er áhersla á að nemendur læri gott handbragð og tileinki sér aðferðafræði myndasagna. Kennslan er einstaklingsmiðuð og er því bæði sniðin að byrjendum og lengra komnum.
Námskeiðið er 12 vikur.