Á námskeiðinu þjálfast nemendur í mótun og rennslu leirs. Nemendur munu renna nytjahluti ásamt því að gera óhlutbundnar tilraunir. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, jafnframt því að þroska almenn vinnubrögð og fá tilfinningu fyrir efninu. Leitast er við að kveikja áhuga á myndgerð og formhugsun í víðara samhengi, m.a. í gegnum listasögu.
2 námskeiðshópar í boði. Námskeiðið er 12 vikur.