Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu aðferðir við leirmótun og nemendur fá að kynnast efninu og verkfærum. Nemendur munu útbúa ævintýralega hluti í fjölbreyttum verkefnum og takast á við grundvallaratriði sjónlista, formi, lit, ljósi og skugga.
Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, jafnframt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir efninu.
Námskeiðið er 12 vikur.