13-16 ára: Ljósmyndun

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á grunnatriði ljósmyndunar. Markmiðið er að auka þekkingu nemenda á tæknilegum atriðum miðilsins en jafnframt að teygja hugtakið ljósmyndun og skoða hvernig má nota miðilinn á fjölbreytta vegu. Við munum skoða ljósop, hraða, myndbyggingu og listasöguna í samhengi við ljósmyndun.

Til að taka þátt í þessu námskeiði er best að vera með sína eigin filmuvél svo að nemendur geti tekið myndir á milli tíma. Skólinn getur lánað filmuvélar en eingöngu til afnota í skólanum en ekki til heimláns.

Námskeiðið er 8 vikur.

Viðbótarkostnaður: 16.500 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð verður innheimt samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Innifalið í námskeiðinu er allur pappír, framköllunarvökvar og þrjár svarthvítar filmur.
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Female photographer taking photo

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316102 9. október, 2024 – 27. nóvember, 2024 Miðvikudagur 9. október, 2024 27. nóvember, 2024 Miðvikudagur 15:00-17:15 Berglind Erna Tryggvadóttir 55.000 kr.