Á námskeiðinu verður lögð áhersla á grunnatriði ljósmyndunar. Markmiðið er að auka þekkingu nemenda á tæknilegum atriðum miðilsins en jafnframt að teygja hugtakið ljósmyndun og skoða hvernig má nota miðilinn á fjölbreytta vegu. Við munum skoða ljósop, hraða, myndbyggingu og listasöguna í samhengi við ljósmyndun.
Til að taka þátt í þessu námskeiði er best að vera með sína eigin filmuvél svo að nemendur geti tekið myndir á milli tíma. Skólinn getur lánað filmuvélar en eingöngu til afnota í skólanum en ekki til heimláns.
Námskeiðið er 8 vikur.