Á námskeiðinu er unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu og málun og gerðar tilraunir með blandaða tækni. Verkefnin sem lögð eru fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og skugga.
Áhersla er lögð á að veita nemendum svigrúm til tilrauna, virkja áhugasvið þeirra og sköpunargleði. Jafnframt er listasagan skoðuð til að auka skilning á þróun myndlistar og til innblásturs.
3 námskeið í boði. Námskeiðið á Miðbergi er 10 vikur og hvert námskeið á Rauðarástíg er 12 vikur.