Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 10-12 ára, sem hafa grunnþekkingu á teikningu og vilja læra að teikna með teikniforritinu Procreate.
Byrjað er á grunnatriðum forritsins þ.e.a.s viðmóti og verkfærum og þaðan unnið í að dýpka skilninginn og flóknari ferlar kynntir, s.s notkun myndlaga og hvernig þau spila saman í hreyfimyndagerð. Mikilvægt að nemendur séu með grunnþekkingu í teikningu.
Námskeiðið er 8 vikur.