Á námskeiðinu læra nemendur að teikna andlit, höfuð og líkama í stíl teiknimyndasagna og að byggja upp skemmtilegar og læsilegar myndasögur. Lögð er áhersla á að nemendur læri gott handbragð og tileinki sér aðferðafræði myndasagna.
Kennslan er einstaklingsmiðuð og er því bæði sniðin að byrjendum og lengra komnum.
Námskeiðið er 12 vikur.