10-12 ára: Manga teikning

Á námskeiðinu læra nemendur að þróa persónu frá hugmynd í fullunnið verk. Nemendur þjálfast í að teikna persónu frá mismunandi sjónarhornum, í mismunandi stellingum, rýmum og tjá svipbrigði þeirra. Lögð er áhersla á „Manga“ teiknistílinn, mismunandi einkenni hans og mikilvægi persónusköpunar.

Lögð er áhersla á að nemendur læri gott handbragð og tileinki sér aðferðafræði myndasagna. Kennslan er einstaklingsmiðuð og er því bæði sniðin að byrjendum og lengra komnum.

Námskeiðið er 12 vikur.

Viðbótarkostnaður: 19.500 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð verður innheimt samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 20
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Vetrafrí skólans frá og með 24.10. til og með 28.10.:

Ekki verður kennt þann fimmtudaginn 24. október.

Jólafrí:

Ekki verður kennt frá og með 08.12.2024 til og með 05.01.2025.

Manga0

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012106 10. október, 2024 – 30. janúar, 2025 Fimmtudagur 10. október, 2024 30. janúar, 2025 Fimmtudagur 15:00-17:15 Dagur Pétursson Pinos og Guðbrandur Magnússon 65.000 kr.