13-16 ára: Ögrum umhverfinu

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á útiveru og listsköpun í samtali við nærumhverfið. Við munum skoða samfélagslistir, almannarými og náttúruvernd í gegnum mismunandi aðferðir. Ýmist verða verkefnin unnin utandyra eða innblástur og efniviður sóttur í nærumhverfið og unnið innandyra.

Nemendur munu skapa verk í gegnum margvísleg listform á borð við teikningu, skúlptúr, gjörninga, texta og veggjalist sem ýmist verða skammlíf eða langlíf eftir því sem umhverfið býður upp á.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 20
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MIR Saturday Class 3

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012ÖUM 12. ágúst, 2024 – 16. ágúst, 2024 12. ágúst, 2024 16. ágúst, 2024 13:00-16:00 Anna Margrét Ólafsdóttir og Auður Anna Kristjánsdóttir 35.000 kr.