13-16 ára: Myndasögur og Manga

Á þessu námskeiði læra nemendur að teikna myndasögur. Farið verður yfir grunnatriði í teikningu persóna og bakgrunna og fjallað um hvernig myndasögur eru uppbyggðar. Lögð er áhersla á frelsi nemandans til að skapa myndasögu sem fellur að þeirra áhugasviði, t.d í japönskum mangastíl eða hefðbundnari teiknimyndastíl. Þegar námskeiðinu lýkur ætti nemandinn að hafa lokið við tveggja til þriggja blaðsíðna langa myndasögu, litað hana og lokið við með blekpenna.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 20
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Skólafrí:

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

MIR Saturday Class 11

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316MA1 10. júní, 2024 – 14. júní, 2024 10. júní, 2024 14. júní, 2024 13:00-16:00 Dagur Pétursson Pinos og Guðbrandur Magnússon 35.000 kr.
1316MA2 18. júní, 2024 – 21. júní, 2024 18. júní, 2024 21. júní, 2024 13:00-16:00 Dagur Pétursson Pinos og Guðbrandur Magnússon 28.000 kr.
1316MA3 12. ágúst, 2024 – 16. ágúst, 2024 12. ágúst, 2024 16. ágúst, 2024 13:00-16:00 Dagur Pétursson Pinos og Guðbrandur Magnússon 35.000 kr.