10-12 ára: Ögrum umhverfinu

Á þessu námskeiði er áhersla á útiveru og listsköpun í samtali við nærumhverfið. Við munum skoða samfélagslistir, almannrými og náttúruvernd í gegnum mismunandi aðferðir. Ýmist verða verkefnin unnin utandyra eða innblástur og efniviður sóttur í nærumhverfið og unninn innandyra.

Sköpuð verða verk í gegnum margvísleg listform á borð við teikningu, skúlptúr, gjörninga, texta og veggjalist sem ýmist verða skammlíf eða langlíf eftir því sem umhverfið býður upp á.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 20
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02398

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012ÖUM 12. ágúst, 2024 – 16. ágúst, 2024 12. ágúst, 2024 16. ágúst, 2024 09:00-12:00 Anna Margrét Ólafsdóttir og Auður Anna Kristjánsdóttir 35.000 kr.