10-12 ára: Myndlist

Á námskeiðinu verða unnin fjölbreytt verkefni með áherslu á skapandi hugsun, persónulega tjáningu og á að þroska vinnubrögð hvers og eins. Nemendur fá að kynnast fjölbreyttum efnisheimi í gegnum mismunandi miðla. Unnið verður bæði í tvívídd og þrívídd og áhersla lögð á grundvallaratriði sjónlista: form, liti, áferð og lýsingu.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 15
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MIR Saturday Class 15

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012MYND1 10. júní, 2024 – 14. júní, 2024 10. júní, 2024 14. júní, 2024 13:00-16:00 Guðrún Benónýsdóttir 35.000 kr.
1012MYND2 12. ágúst, 2024 – 16. ágúst, 2024 12. ágúst, 2024 16. ágúst, 2024 13:00-16:00 Ragnheiður Gestsdóttir 35.000 kr.