10-12 ára: Myndlist og búningar

Á námskeiðinu búa til nemendur einn heildstæðan búning sem verður að lifandi listaverki. Saman vinnum við okkur í gegnum hugmyndavinnu, skissur, leiki og kynnumst allskyns efni til að búa til listaverk sem við hreyfumst inni í.

Lögð verður áhersla á að efla persónulega tjáningu, efnistengingu og D.I.Y. (gera það sjálfur) vinnubrögð.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 15
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02581 copy

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012TBÚ1 10. júní, 2024 – 14. júní, 2024 10. júní, 2024 14. júní, 2024 09:00-12:00 Tara Njála Ingvarsdóttir 35.000 kr.
1012TBÚ2 12. ágúst, 2024 – 16. ágúst, 2024 12. ágúst, 2024 16. ágúst, 2024 09:00-12:00 Tara Njála Ingvarsdóttir 35.000 kr.