Á þessu inngangsnámskeiði að einborða prjónavél munu nemendur læra að fitja upp á og fella af svo og tvær ólíkar aðferðir við mynsturgerð. Fyrst um sinn verður afgangsgarn nýtt til að fá tilfinningu fyrir aðferðinni og gera prufur.
Því næst munu nemendur hefjast handa við að vinna að einu stykki sem þeir munu gera frá grunni með aðstoð kennara, svo sem slæðu með mynstri.
Námskeiðið verður 5. til 14. ágúst á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, alls fjögur skipti.
Námslok miðast við 80% mætingu. Kennt er á íslensku.