Undir berum himni: Teikning

Þetta námskeið í teikningu er fyrir alla þá sem eru forvitnir um umhverfi sitt. Námskeiðið fer fram bæði innan- og utandyra. Nemendur munu teikna stokka og steina og hina ýmsu fugla innandyra áður en þeir halda út með teiknispjöld, pappír og teikniáhöld til að fanga náttúruna ýmist hér á Hlemmi eða úti á Laugarnesi.

Kennslan er einstaklingsmiðuð og námskeiðið ekki síður fyrir byrjendur en lengra komna.

Námskeiðið verður á laugardags- og sunnudagsmorgnum á tímabilinu 9. til 17. ágúst, alls í fjögur skipti.

Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku. Kennari námskeiðsins er yfirkennari teiknibrautar Myndlistaskólans.

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjaldi en nemendur er frjálst að hafa eigin teikniáhöld meðferðis ef við á.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Ohteikn2

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0809 9. ágúst, 2025 – 17. ágúst, 2025 9. ágúst, 2025 17. ágúst, 2025 10:15-13:30 Halldór Baldursson 52.000 kr.