Örnámskeið í myndvefnaði

Blindrammi, band og eigin fingur er allt sem þú þarft til þess að vefa næsta meistaraverk.

Þetta námskeið er frábær leið til þess að kynnast myndvefnaði með einföldum hætti.

Farið verður yfir það hvernig best er að festa uppistöðu fyrir vefnað í blindramma og hvernig ofið er í uppistöðuna í framhaldinu eftir ýmsum aðferðum. Blindramminn býður upp á mikið frelsi og óteljandi möguleika og er einstaklega gott verkfæri fyrir frjóan huga og forvitna fingur.

Þetta námskeið hentar bæði byrjendum og lengra komnum vegna þess að aðferðin er einföld, þægileg og aðgengileg.

Námskeiðið verður á laugardags- og sunnudagsmorgni helgina 14. til 15. júní.

Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Nemendur eru eindregið hvattir til þess að nýta eigin garnafganga ef þeir eiga slíka en þeim er annars ekki skylt að útvega eigið efni.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Minnkudmyndvefnadur

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0614 14. júní, 2025 – 15. júní, 2025 14. júní, 2025 15. júní, 2025 10:15-13:30 Thelma Stefánsdóttir 37.000 kr.