Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur. Í fyrri vikunni kynnast nemendur hinum ýmsu teiknimyndastílum, m.a. manga, og hanna eitt stórt sameiginlegt verk. Í seinni vikunni er farið út og verkið málað á vegg. Lögð er áhersla á frelsi nemandans til að skapa út frá eigin áhugasviði, hvort sem það er í japönskum mangastíl eða hefðbundnari teiknimyndastíl.
Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.