13-16 ára: Veggmyndagerð

Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur. Í fyrri vikunni kynnast nemendur hinum ýmsu teiknimyndastílum, m.a. manga, og hanna eitt stórt sameiginlegt verk. Í seinni vikunni er farið út og verkið málað á vegg. Lögð er áhersla á frelsi nemandans til að skapa út frá eigin áhugasviði, hvort sem það er í japönskum mangastíl eða hefðbundnari teiknimyndastíl.

Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Efniskaup: Efni og áhöld eru innifalin í námskeiðisgjaldinu.
Hámarksfjöldi nemenda: 20
Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Vegglistaverk a veggjum Klappar Kennari Baldur Bjornsson

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316101S 10. júní, 2025 – 20. júní, 2025 10. júní, 2025 20. júní, 2025 13:00-16:00 Dagur Pétursson Pinos og Guðbrandur Magnússon 62.000 kr.