Á námskeiðinu vinna nemendur með fjölbreyttan efnivið og aðferðir og kynnast gömlum hefðum af ýmsu tagi og anatomíuna. Þau kynnast töfrum jarðefna og hvaðan efniviðurinn kemur, búa til bækur, liti og verkfæri til eigin listsköpunar. Verkefnin sem lögð verða fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista s.s. línu, lit, áferð, ljósi og skugga og vinna verkefni í tvívídd og þrívídd. Áhersla verður lögð á svigrúm til tilrauna og rými fyrir eigin uppgötvanir nemenda og frjálst flæði.
Gott er að börn komi klædd eftir veðri þar sem að hluti kennslunar fer fram utan dyra ef veður leyfir.
6 námskeið eru í boði.