Nemendur í dagskólanámi

GREIÐSLUSKILMÁLAR DAGSKÓLA

  1. Til að tryggja sér skólavist fyrir komandi önn þurfa nýir og núverandi nemendur að greiða staðfestingargjald fyrir ákveðinn gjalddaga. Greiðsluseðll fyrir staðfestingargjaldi mun birtast í heimabanka. Staðfestingargjaldið bætist við skólagjöld en fæst ekki endurgreitt þótt viðkomandi hætti að þiggja skólavistina.
  2. Skólinn innheimtir eftirstöðvar skólagjalda fyrir upphaf hvers skólatímabils með greiðsluseðli í heimabanka með gjalddaga í upphafi anna. Nánari upplýsingar um skólagjöld fyrir komandi önn.

Inkasso annast innheimtu á kröfum fyrir hönd skólans. Hægt er að hafa samband við Inkasso í netfangið inkasso@inkasso.is eða síma 520 4040 og biðja um greiðsludreifingu.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í gegnum tölvupóst á netfangið mir@mir.is