VERKSTÆÐISDAGAR 2023

Verkstæðisdagarnir 2023 verða 23. til 25. október.

Boðið verður upp á 11 stutt námskeið og munu leiðbeinendur endurtaka sömu verkefnin daglega.

Nemendur velja þrjú námskeið. Tímasetning námskeiða er frá kl. 9 til 15 daglega.

Hámarksfjöldi er á hvert námskeið. Við skráningu gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Opnað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 13. okt. kl. 11:30.

Skráningarfrestur er þriðjudagur 17. okt. til miðnættis.


Hér að neðan eru upplýsingar um námskeiðin.

Til að uppfæra: Upplýsingar um námskeiðin frá verkstæðisdögum 2022

..01......................................................

Teiknað út fyrir rammann



Kennari: Margrét Blöndal
  • Teikningin útvíkkuð. Unnið í yfirstærðum. Snúið upp á hlutföllin. Öguð óreiða. Hrist upp í reglunum. Óhefðbundin áhöld.
  • Þátttakendur skulu hafa meðferðis eigin teikniáhöld: Blýanta, pensla og það sem þau eiga í fórum sínum.
  • Mælt er með því að nemendur klæðist vinnufatnaði.
    • Skráning lokið

..02......................................................

Munsturgerð og textílþrykk


Kennari: Helga Björk Ottósdóttir

  • Nemendur kynnast fjölbreyttum leiðum til að nýta þrykkrammann við munsturprentun.
  • Mælt er með því að nemendur klæðist vinnufatnaði.
  • Þátttakendur skulu hafa meðferðis blýanta, skæri og dúkahníf. Þeir sem vilja geta komið með eitthvað til að þrykkja á, t.d. bol eða taupoka.
  • Taupoka er hægt að kaupa fyrir innkaupsverð á skrifstofu skólans.
    • Skráning lokið

..03......................................................

Keramik


Kennari: Katrín Karlsdóttir

  • Kynning á helstu mótunaraðferðum keramiks, annars vegar handmótun og hinsvegar rennslu á rennibekk.
  • Mælt er með því að nemendur klæðist vinnufatnaði.
    • Skráning lokið

..04......................................................

Ljósmyndastækkun í myrkraherbergi


Kennari: Adrian Crawley

  • Nemendur framkalla svarthvíta filmu og prenta myndir á pappír og kynnast grundvallarvinnuferli í myrkraherbergi, s.s. því að vinna með prufur og prenta út kontakta.
  • Þátttakendur skulu hafa meðferðis eina átekna svarthvíta filmu til að framkalla í upphafi dags.
  • Filmur eru seldar á kostnaðarverði á skrifstofu skólans.
    • Skráning lokið

..05......................................................

Gifsmótagerð


Kennari: Dagný Gylfadóttir

  • Nemendur kynnast einfaldri gifsmótagerð.
  • Þátttakendur koma með tvo til þrjá mjög einfalda hluti til að taka mót af, t.d. glas, haldlausan bolla, skál.
  • Gott að mæta með svuntu.
    • Skráning lokið

..06......................................................

Stoppað í og ofið utan vefstóls


Kennari: Vala Jónsdóttir

  • Nemendur læra að lagfæra slitin föt með því að stoppa í og nálaþæfa. Einnig kynnast þau einföldum mynd og munsturvefnaði á blindramma.
  • Nemendur eru hvött til að koma með eigin flíkur sem þau vilja lagfæra á verkstæðið.
    • Skráning lokið

..07......................................................

Málað með olíu


Kennari: Lukas Bury

  • Nemendur kynnast grunnþáttum olíumálverks, hvernig striginn er strekktur og meðhöndlaður, hvernig liturinn er gerður og hver helstu íblöndunarefnin eru. Nemendur (búa til liti og) kynnast efnislegri lagskiptingu málverks, litastúdíu og myndbyggingu.
  • Mælt er með því að nemendur klæðist vinnufatnaði. Þátttakendur skulu hafa meðferðis a.m.k. einn svínshárspensil fyrir olíuliti, t.d. nr. 12-16, pallettuhníf í stærri kantinum og góðar tuskur.
  • Penslar og pallettuhnífar eru seldir á kostnaðarverði á skrifstofu skólans.
    • Skráning lokið

..08......................................................

Grafík


Kennari: Leifur Ýmir Eyjólfsson

  • Nemendur kynnast einföldum grafíkaðferðum, s.s. einþrykki og dúkristu. Rennt verður í gegnum ferlið og möguleikar grafíktækninnar í skissuvinnu og fjölföldun rannsakaðir. Rætt verður um bókverkið sem miðil.
  • Mælt er með því að nemendur klæðist vinnufatnaði. Þátttakendur skulu hafa teikniáhöldin sín meðferðis. Bannað er að mæta með fyrirfram ákveðnar hugmyndir.
    • Skráning lokið

..09......................................................

Teiknað í PhotoShop


Kennari: Tindur Lilja Pétursdóttir

  • Nemendur kynnast því hvernig nota má PhotoShop og Wacom-teikniborðið í teikningu.
  • Gott að hafa USB-lykil meðferðis til að taka skjölin með sér í lok dags.
    • Skráning lokið

..10......................................................

Rísóprentun


Kennari: Bjarni Hinriksson

  • Nemendur kynnast möguleikum rísóprentvélar og læra að undirbúa teikningar og önnur verk til prentunar í tveimur til þremur litum.
  • Rísótæknin er um sumt lík silkiþrykkstækninni og býður upp á blæbrigðaríka útfærslu þar sem margt getur komið skemmtilega á óvart.
  • Komið með teikningar, ljósmyndir eða önnur tvívíð verk eftir ykkur sem þið viljið prófa að vinna með í prentinu. Komið einnig með teikniáhöld. Við vinnum jöfnum höndum með tilbúin verk og teikningar sem þið gerið á staðnum.
    • Skráning lokið

..11......................................................

Skissað og skopast


Kennari: Halldór Baldursson

  • Við vinnum með teikninguna til að eiga skemmtilegt samtal um það sem brennur á okkur eða bara um það hversdagslegasta sem okkur dettur í hug.
  • Mætum með okkar eigin teikniáhöld. Blöð, blýanta, penna og liti eins og hver og einn vill.
    • Skráning lokið

..12......................................................

Bláþrykk (Cyanotype)


Kennari: Elva Hreiðarsdóttir

  • Grafíkverk unnin með gamalli ljósmyndatækni á fjölbreyttan hátt. Ljósnæmt efni er borið á pappír/tau og myndefni yfirfært á pappírinn.
  • Mælt er með því að nemendur klæðist vinnufatnaði.
  • Skólinn leggur til pappír en nemendur geta komið með flík eða annað til að þrykkja á.
  • Einnig er hægt að kaupa taupoka á skrifstofu skólans á kostnaðarverði.
    • Skráning lokið