Námsferðir til Evrópu

Frá 2007 hefur skólinn hlotið styrki frá Erasmus+ fyrir námsferðum nemenda í áfanganámi á BA stigi. Styrkirnir hafa gert skólanum kleift að fara með nemendur í tveggja vikna vettvangsferð til Evrópu að heimsækja skóla, söfn, verkstæði og önnur fyrirtæki. Í þessum ferðum hafa nemendur og kennarar náð beinu sambandi við fagfólk í ýmsum störfum í tengslum við menntun, efnisrannsóknir, nýsköpun, hönnun og framleiðslu á viðkomandi sviði. Ferðirnar hafa jafnframt leitt til starfsnáms og framhaldsnáms fjölmargra nemenda.