Námsráðgjafi

Við skólann starfar námsráðgjafi sem veitir nemendum skólans margvíslegan stuðning. Markmið stuðningsins er að skapa hverjum og einum nemenda sem bestar aðstæður í námi. Stuðningur felst m.a. í:

  • ráðgjöf um vinnubrögð í námi;
  • ráðgjöf vegna persónulegra mála varðandi heimanám, prófkvíða, þunglyndi, samskipti, námsleiða o.fl. ;
  • ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar eða hömlunar.

Námsráðgjafi hefur að leiðarljósi að gæta trúnaðar við nemanda.

Hægt er að fá upplýsingar um viðveru námsráðgjafa á skrifstofu skólans. Nemendur og forráðamenn geta einnig leitað til deildarstjóra varðandi umsóknir um áframhaldandi nám og aðstoð við möppugerð.