Áfanga- og markaðsstjóri

Áfanga- og markaðsstjóri sér um gagnagrunna sem vista áfanga skólans og námsferla nemenda og sér um skráningu námsbrauta-, áfanga- og kennslulýsinga og ýmsa skýrslugerð, s.s. útgáfu staðfestinga og námslokaskírteina og uppgjör einingabókhalds til yfirvalda.

Áfanga- og markaðsstjóri heldur utan um öll almenn markaðs- og kynningarmál Myndlistaskólans í Reykjavík. Meðal verkefna má nefna útgáfu á kynningar- og myndefni, yfirumsjón vefsíðu og samfélagsmiðla, samskipti við fjölmiðla og aðra auglýsendur ásamt mörgu öðru.