Haustið 2004 fékk Guðrún Hannesdóttir, skáld og bókasafnsfræðingur, þá hugmynd að vera með sýningar á bókasafninu með verkum kennara og annars starfsfólks skólans. Það leiddi til stofnunar Gallerís veggs, sem enn hefur aðstöðu á safninu. Gallerí veggur heldur að jafnaði sex sýningar á ári og standa þær yfirleitt í um 4-6 vikur.
Gallerí Veggur

Karlotta Blöndal lauk masternámi í myndlist frá Listaháskólanum í Malmö/Lundarháskóla 2002 eftir að BA námi lauk við MHÍ. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölmörgum sam-sýningum víða um heim, dvalið á vinnustofum og haldið einkasýningar. Hún er meðlimur í langtímasamstarfinu Könnunarleiðangurinn á Töfrafjallið. Karlotta á verk í opinberri eigu bæði hér á landi og erlendis. Hún var útgefandi og ritstjóri myndlistartímaritsins Sjónauka um árabil. Hún hefur verið stundakennari í myndlist hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík síðan 2010.
Við tiltekt í geymslu fundust möppur sem voru hluti af umsókn Karlottu til Málaradeildar MHÍ árið 1994. Á þesum tíma voru umsóknir ekki stafrænar. Hér í Gallerí Vegg sýnir hún tvær skissumöppur sem innihalda teikningar sem flestar voru gerðar í fornámi Myndlistaskólans veturinn 1993-94.
Verk Karlottu Blöndal eru til sýnis í Gallerí Vegg til lok mars 2019.
Margrét útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans 1985. Hún er í félaginu Íslensk grafík, hefur sýnt með þeim og haldið nokkrar einkasýningar. Margrét sinnir almennum skrifstofustörfum hjá Myndlistaskólanum: svarar fyrirspurnum, skráir inn nýja nemendur, greiðir reikninga o.s.frv.
Verkin sem hún sýndi í Gallerí Vegg voru unnar fyrir sýningu í Minjasafni Árnesinga síðastliðið sumar. Margrét sýndi þar ásamt þremur öðrum listakonum
Verk Margrétar Birgisdóttur voru til sýnis í Gallerí Vegg frá nóvember 2018 til janúar 2019.