Styrkir fyrir nemendur í áfanganámi á BA-stigi

Nemendur á keramik-, listmálara-, teikni- og textílbrautum skólans geta sótt um styrki til starfsmenntunar erlendis, til lengri eða skemmri tíma. Dvölin getur verið í þátttökulöndum Erasmus+ en einnig í öðrum löndum.

  • Núverandi nemendum skólans gefst kostur á að fara í hópferðir og starfsnám/þjálfun með kennurum brautarinnar.
  • Útskriftarnemendur geta sótt um styrk til starfsnáms sem fram fer að lokinni útskrift. Sækja þarf um styrkinn áður en útskrift fer fram. Nýta þarf styrkinn innan tólf mánaða frá útskriftardegi.

Markmið náms- og þjálfunarferða nemenda er að auka hæfni þeirra og þekkingu á sínu fagsviði, efla sjálfstraust og tungumálakunnáttu, sem og að kynnast menningu og venjum annarra landa.


Tækifæri
Nám/þjálfun í starfsmenntastofnunum, skólum og fyrirtækjum Dvalarlengd: 10 - 89 dagar
Lengri dvöl - Nám/þjálfun í starfsmenntastofnunum, skólum og fyrirtækjum Dvalarlengd: 90 - 365 dagar


Dvalartími getur verið styttri en nefnt er hér fyrir ofan eða allt frá 2 dögum, þ.e. þegar sýnt er fram á að það sé nauðsynlegt. Dvalartíminn sem um ræðir snýr að raunverulegri dvöl í móttökulandi.

Upphæð á dag er reiknuð sem hér segir:

• Fram að 14. degi: 100% af upphæðinni sem tilgreind er í töflunni fyrir neðan, á dag fyrir hvern og einn þáttakanda.
• Frá 15. degi: 70% af upphæðinni sem tilgreind er í töflunni fyrir neðan, á dag fyrir hvern og einn þáttakanda.


EINSTAKLINGSSTYRKUR: UPPIHALD OG TRYGGINGAR Í EFTIRFARANDI LÖNDUM Upphæð á dag (EUR)
Landshópur 1: Noregur, Danmörk, Luxemborg, Ísland, Svíþjóð, Írland, Finnland, Liecthenstein 120
Landshópur 2: Holland, Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Italía, Spánn, Kýpur, Grikkland, Malta, Portugal 104
Landshópur 3: Slóvenía, Eistland, Lettland, Króatía, Slovakía, Tékkland, Litháen, Tyrkland, Ungverjaland, Pólland, Rúmenía, Búlgaría, fyrrum Júgóslavneska lýðveldið Makedónía, Serbía 88


Umsóknir um styrki til starfsnáms á tímabilinu 1.06.2023-31.08.2024 þurfa hafa borist til Roxönu Cziker alþjóðafulltrúa skólans, á netfangið roxana@mir.is, í síðasta lagi föstudaginn 20. janúar 2023.

Copy of mir 16 03 21 129 1