Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á textílbraut er stúdentspróf af listnámsbraut eða sambærilegt nám. Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknarvef þar sem fram kemur námsferill og tilgangur umsækjenda með náminu. Auk þess skila umsækjendur inn möppu með sýnishornum af eigin verkum og gætu verið kallaðir í viðtal ef inntökunefnd telur ástæðu til.

Mikilvægar dagsetningar

22. febrúar - 30. maí: Opið fyrir umsóknir

30. maí: Lokadagur umsókna, gögn skulu berast á skrifstofu skólans fyrir kl. 16:00

28. maí- 8. júní: Inntökuviðtöl

11. júní: Niðurstöður valnefndar sendar út.

Við lokaval úr umsóknum eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • Sýnishorn af verkum: Fjölbreytt verk, skissur, teikningar, ljósmyndir eða verk unnin í textíl eða önnur efni. Mikilvægt er að verkin gefi mynd af listrænum hæfileikum umsækjanda.
  • Viðtal: Umsækjendur eru möglega boðaðir í viðtal sem hefur áhrif á val inn í deildina. Inntökunefnd samanstendur af deildarstjóra og kennara úr deildinni. Endanlegt val fer eftir gæðum á innsendum verkum umsækjanda og viðtali ef það á við.
  • Annað: Forsendur sem koma fram í greinargerð, námsferill og/eða starfsreynsla.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Ragna Fróðadóttir, deildarstjóri, textill@mir.is.

Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is