Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á textílbraut er stúdentspróf af listnámsbraut eða sambærilegt nám. Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknarvef þar sem fram kemur námsferill og tilgangur umsækjenda með náminu. Með umsókninni þarf einnig að skila inn möppu (portfolio) sem fylgiskjali á PDF-formi, með sýnishornum af eigin verkum. Að auki skal hlaða upp skjali á PDF-formi með sýnishornum úr skissubók. Sýna skal frá minnst 10 blaðsíðum eða 5 opnum.

Hámarksstærð skjala er 350 MB.

Umsækjendur gætu verið kallaðir í viðtal ef inntökunefnd telur ástæðu til.


Mikilvægar dagsetningar

Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2020.

Umsóknarfrestur er til kl 17:00 mánudaginn 15. júní.

Athugið að tekið er við nemendum í þessa námsleið annað hvert ár.

Við lokaval úr umsóknum eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • Sýnishorn af verkum: Fjölbreytt verk, skissur, teikningar, ljósmyndir eða verk unnin í textíl eða önnur efni. Mikilvægt er að verkin gefi mynd af listrænum hæfileikum umsækjanda.
  • Viðtal: Umsækjendur eru möglega boðaðir í viðtal sem hefur áhrif á val inn í deildina. Inntökunefnd samanstendur af deildarstjóra og kennara úr deildinni. Endanlegt val fer eftir gæðum á innsendum verkum umsækjanda og viðtali ef það á við.
  • Annað: Forsendur sem koma fram í greinargerð, námsferill og/eða starfsreynsla.

Nánari upplýsingar

Sjáðu kynningarmyndband hér!

Nánari upplýsingar veitir Lilý Erla Adamsdóttir, deildarstjóri, textill@mir.is.

Skólagjöld fyrir námsárið 2020-2021 eru 440.000,- kr

Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is