Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á listnámsbraut eru 60 einingar á framhaldsskólastigi;

  • 10 einingar á 2. þrepi í íslensku og ensku,
  • 5 einingar á 2. þrepi í dönsku og stærðfræði,
  • 30 valeiningar í tungumálum, hugvísindum og raungreinum.

Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknarvef þar sem fram kemur námsferill og tilgangur umsækjenda með náminu. Umsækjendur þreyta jafnframt inntökupróf.


Mikilvægar dagsetningar

Opið er fyrir umsóknir í nám á listnámsbraut fyrir haustönn 2020.

Umsóknarfrestur er til 20. maí.

Við lokaval úr umsóknum eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • Námsferill og almennur undirbúningur umsækjanda.
  • Greinargerð fyrir umsókninni.
  • Við mat á verkefnum inntökuprófs er horft til teiknigetu, myndbyggingar og litameðferðar auk sjálfstæðis í vinnubrögðum, persónulegra úrlausna og hugmyndavinnu.

Nánari upplýsingar

Sjáðu kynningarmyndband hér!

Skólagjöld fyrir námsárið 2020-2021 eru 210.000,- kr.

Nánari upplýsingar veitir Einar Garibaldi Eiríksson, deildarstjóri, sjonlist@mir.is.

Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is