Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á listmálarabraut er stúdentspróf af listnámsbraut eða sambærilegt nám. Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknarvef þar sem fram kemur námsferill og tilgangur umsækjenda með náminu. Auk þess skila umsækjendur inn skissubókum og möppu með sýnishornum af eigin verkum og gætu verið kallaðir í viðtal ef inntökunefnd telur ástæðu til.

Mikilvægar dagsetningar

22. febrúar - 30. maí: Opið fyrir umsóknir

22. maí: Lokadagur umsókna, gögn skulu berast á skrifstofu skólans fyrir kl. 16:00.

11. júní: Niðurstöður valnefndar sendar út.

Við lokaval úr umsóknum eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • Skissubækur: Þróun skissuvinnu, myndmál og fjölbreytt viðfangsefni.
  • Myndverk: Formskyn, litaskyn, efnistök, myndmál og listrænir hæfileikar og inntak.
  • Þekking: Grunnþekking í myndsköpun og færni.
  • Annað: Forsendur sem koma fram í greinargerð, námsferill og/eða starfsreynsla.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Jón B. K. Ransu, deildarstjóri, malaralist@mir.is

Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is