Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á listmálarabraut er stúdentspróf af listnámsbraut eða sambærilegt nám. Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknarvef þar sem fram kemur námsferill og tilgangur umsækjenda með náminu. Auk þess skila umsækjendur inn skissubókum og möppu með sýnishornum af eigin verkum og gætu verið kallaðir í viðtal ef inntökunefnd telur ástæðu til.

Athugið að nýir nemendahópar eru teknir inn annað hvert ár. Flestir núverandi nemendur hófu nám haustið 2018 en vegna forfalla eru nokkur pláss laus.

Mikilvægar dagsetningar

21. febrúar - 31. maí: Opið fyrir umsóknir

31. maí: Lokadagur umsókna, gögn skulu berast á skrifstofu skólans fyrir kl. 15:00.

11. júní: Niðurstöður valnefndar sendar út.

Við lokaval úr umsóknum eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • Skissubækur: Þróun skissuvinnu, myndmál og fjölbreytt viðfangsefni.
  • Myndverk: Formskyn, litaskyn, efnistök, myndmál og listrænir hæfileikar og inntak.
  • Þekking: Grunnþekking í myndsköpun og færni.
  • Annað: Forsendur sem koma fram í greinargerð, námsferill og/eða starfsreynsla.

Nánari upplýsingar

Sjáðu kynningarmyndband hér!

Nánari upplýsingar veitir Jón B. K. Ransu, deildarstjóri, malaralist@mir.is

Fyrir umsækjendur sem vilja fá námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is