Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á keramikbraut er stúdentspróf af listnámsbraut eða sambærilegt nám. Umsækjendur sækja um í gegnum umsóknarvef þar sem fram kemur námsferill og tilgangur umsækjenda með náminu. Með umsókninni þarf einnig að skila inn möppu sem fylgiskjali á PDF-formi, með sýnishornum af eigin verkum. Að auki skal hlaða upp skjali með sýnishornum úr skissubók. Sýna skal frá minnst 10 blaðsíðum eða 5 opnum úr skissubók.

Hámarksstærð skjala er 350 MB.

​Við lokaval úr umsóknum eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • Sýnishorn úr skissubók: Þróun skissuvinnu, myndmál, fjölbreytni.
  • Mappa: Teiknifærni, formskyn, framsetning myndverka á ljósmyndum, fjölbreytt þrívíddarvinna.
  • Viðtal: Umsækjendur eru mögulega boðaðir í viðtal sem hefur áhrif á val inn í deildina. Inntökunefnd samanstendur af deildarstjóra og kennara úr deildinni. Endanlegt val fer eftir gæðum á innsendum verkum umsækjanda og viðtali ef það á við.
  • Annað: Forsendur sem koma fram í greinargerð, námsferill og/eða starfsreynsla.

Nánari upplýsingar

Sjáðu kynningarmyndband hér!

Skólinn er lokaður vegna sumarfría, því eru umsækjendur beðnir um að láta vita af umsókn sinni með því að senda tölvupóst á skolastjori@mir.is.

Skólagjöld fyrir námsárið 2020-2021 eru 440.000,- kr

Einnig þarf að greiða 10.000 kr umsóknargjald í umsóknarferli.