Mikilvæg dagsetning

Umsóknarfrestur er 24. maí til miðnættis.

Boð í inntökuviðtal verða send út að loknum umsóknarfresti.

Sækja um

Myndlist: Árs nám fyrir nemendur sem lokið hafa starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á myndlistar-nám fyrir fólk með þroskahömlun.

Þetta nám heitir Árs nám í myndlist.

Fyrir hverja er námið?

 • Námið er fyrir allt fólk sem hefur klárað starfsbraut í framhaldsskóla.
 • Fólk má líka hafa klárað nám sem er líkt og starfsbraut.

HVERNIG SÆKI ÉG UM NÁMIÐ?

 • Þú fyllir út umsókn næst þegar hægt er að sækja um
 • Þú sendir líka skissubækur og sýnis-horn af listaverkum eftir þig.
 • Þú hittir okkur í skólanum og við tölum saman. Það heitir að koma í inntökuviðtal.

Hvað lærum við í náminu?

 • Í náminu lærum við um myndlist og hönnun.
 • Við lærum allskonar leiðir sem fólk notar til að búa til myndlist. Til dæmis lærum við vinnu-aðferðir og tækni sem fólk notar.
 • Við lærum orð og lýsingar sem við notum til að tala um myndlist og hönnun. Við lærum líka að nota orð og hugmyndir til að búa til myndlist og hönnun.
 • Við lærum lista-sögu og tölum um listaverk sem fólk hefur búið til. Við lærum um samtíma-list og tölum um hvernig list myndlistarfólk er að gera í dag.

Hvenær er kennsla?

 • Kennsla er frá morgni fram að hádegi. Námið er alla virka daga og ekki um helgar.
 • Námið er hálft nám.
 • Námið er tvær annir. Ein haustönn og ein vorönn. Hver önn er 15 einingar. Samtals er námið 30 einingar.

HVAÐ KANN ÉG EFTIR AÐ HAFA KLÁRAÐ NÁMIÐ?

 • Þú hefur lært hvað það eru margar leiðir og aðferðir til að búa til myndlist.
 • Þú hefur lært að nota margar þessar aðferðir til að búa til eigin listaverk.
 • Þú hefur lært að nota allskonar verkfæri og tæki til þess að búa til myndlist.
 • Þú hefur lært að vinna í þinni eigin list. Þú hefur lært að gera það sjálfstætt eða með stuðningi frá öðrum.
 • Þú getur sagt frá þínum listaverkum og þú getur talað um listaverk eftir annað listafólk. Við getum öll lært að segja frá list eins og okkur líður best að gera það.
 • Þú getur sagt frá áhugamálunum þínum. Þú kannt leiðir til að halda áfram að búa til list og skapa listaverk. Þannig ert þú skapandi manneskja í samfélaginu.

HVAÐ GERIST EFTIR AÐ ÉG KLÁRA NÁMIÐ?

Námið gefur nemanda engin réttindi eða gráðu.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Skólagjöld fyrir námið eru 192.000 kr. eða 96.000 kr. önnin. Það þarf líka að borga 15.000 kr umsóknargjald.

Ef þú vilt spyrja um námið eða fá aðstoð getur þú hringt í skrifstofu skólans í síma 5511990 eða sent okkur tölvupóst á berglinderna@mir.is. Berglind Erna Tryggvadóttir er deildarstjóri námsins.

Ef þú vilt námsráðgjöf er hægt að senda póst á namsrad@mir.is