25.04.23
Umsóknarfrestur til 24. maí um dagskólanám á haustönn

Tekið er við umsóknum um nám á eftirfarandi námsbrautum.

  • Listnámsbraut: Tveggja ára nám til stúdentsprófs
  • Fornám: Árs nám samsett af völdum verklegum áföngum af listnámsbraut. Fyrir einstaklinga sem hyggja á frekara nám í listum eða starfa á sviði skapandi greina
  • Myndlist: Árs nám fyrir einstaklinga sem lokið hafa starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi

TVEGGJA ÁRA VIÐBÓTARNÁM Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI

  • Teiknibraut: Nám á brautinni er að stærstum hluta verklegt en fræðilegt nám er u.þ.b. fjórðungur. Áhersla er lögð á tæknilega færni, skilning á sögulegu samhengi og sjálfstæði nemandans í hugmyndavinnu og útfærslu.
  • Textílbraut: Nemendur læra fjölbreyttar vinnuaðferðir í textíl svo sem silkiþrykk, hand- og vélprjón, vefnað, spuna, jurtalitun, munsturgerð og útsaum.

Sækja um