Við bjóðum upp á tvö ný og spennandi námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Bæði námskeiðin standa yfir í átta vikur og henta fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Á námskeiðinu Dungeons & Dragons spila nemendur eina sögu ásamt því að hanna og teikna persónur sem mynda lið. Kennarinn, sem verður í hlutverki dýflissumeistara, sér til þessa að söguheimurinn lifni við og bregst við hugmyndum, lausnum og hugsanlegum mistökum þátttakenda. Námskeiðið hefst 23. mars og er kennt á fimmtudögum kl. 17.30-19.55. Kennari er Guðbrandur Magnússon.
Á námskeiðinu Veggjalist verður farið í sögu graffitilistar í fortíð og nútíð ásamt kennslu í graffititeikningu með blýanti, vatnslitum, túss og bleki. Nemendur vinna sjálfstæð verk sem munu nýtast í vinnslu stærra sameiginlegs verks í síðustu tímunum. Námskeiðið hefst 24. mars og er kennt á föstudögum kl. 15.30-17.30. Kennari er Karl Kristján Davíðsson.