Á haustönn verða fjölbreytt og spennandi námskeið í boði fyrir fullorðna (16 ára og eldri) og börn á aldrinum 4-16 ára.
Námskeið fyrir börn og unglinga verður tvenns konar lengd á námskeiðum; 12 vikur eða 8 vikur, en námskeiðin eru kennd einu sinni í viku á bilinu kl. 15-18.
Námskeið fyrir fullorðna eru ýmist 12 vikna, 8 vikna eða 6 vikna löng og eru kennd einu sinni í viku, ýmist á morgnana eða á kvöldin. Fyrst um sinn verða þau námskeið sem hefjast í ágúst eða september eingöngu sýnileg á vef skólans en fleiri munu bætast við þegar líður á haustönnina.
Opnað verður fyrir rafræna skráningu þann 15. júlí.
Fyrstu námskeið fyrir börn og unglinga hefjast 17. ágúst og námskeið fyrir fullorðna 21. ágúst.