Nú er vorönnin hafin og síðustu forvöð að skrá sig á námskeið. Til að mynda eru enn laus pláss í vinnustofu fyrir listafólk bæði á mánudögum og fimmtudögum. Vinnustofan er hugsuð sérstaklega fyrir nemendur sem hafa útskrifast af starfsbrautum eða fjölnámsbrautum framhaldsskólana. Hún er sérsniðin að þörfum hvers og eins og um leið hvatning til þess að þátttakendur haldi listiðkun sinni áfram og víkki áhugasvið sitt og færni í myndlist. Nánari upplýsingar um skráningu í vinnustofuna má finna hér.
Þá eru einnig nokkur laus pláss á ýmsum öðrum námskeiðum fyrir bæði unga sem aldna, sem fara af stað á næstu dögum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga að skrá sig sem fyrst.
12.01.23
Síðustu forvöð að skrá sig á námskeið sem hefjast í janúar
