08.02.23
Opið hús 16., 17. og 20. febrúar

Við munum opna dyrnar fyrir þeim sem langar að kynna sér nám við skólann fimmtudaginn 16. febrúar, föstudaginn 17. febrúar og mánudaginn 20. febrúar en þá daga verður opið hús hjá Samtökum sjálfstæðra listaskóla. Hjá okkur verður húsið opið milli kl. 10:00 og 14:00 áðurnefnda daga. Tekið verður vel á móti öllum sem hafa áhuga á að kynna sér námsframboð skólans. Skólahald verður með hefðbundnu sniði og nemendur við dagleg störf. Kennurum sem hyggjast koma með hópa er bent á að senda tölvupóst á mir@mir.is til að bóka tíma.


Við hvetjum alla sem eru áhugasamir um nám við skólann að kíkja í heimsókn, skoða skólann og þá vinnu sem þar fer fram og spjalla við nemendur og kennara.Nánari upplýsingar um Opið hús hjá öðrum skólum í Samtökum sjálfstæðra listaskóla má finna á vefsíðunni www.listaskolar.is

Instagramfbkubburuppfaert lagad