08.02.23
Námskeiðið Litir og form sem hefst 15. febrúar, er frábær undirbúningur fyrir þá sem hyggja á listnám.

Námskeiðið Litir og form - myndlist, hönnun og arkitektúr hefst í næstu viku.

Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem stefna á nám í myndlist, hönnun eða arkitektúr. Unnin eru verkefni sem innihalda grundvallaratriði lita- og formfræða þar sem stuðst er við upprunalegar æfingar úr fornámi hins sögufræga listaháskóla Bauhaus sem listaskólar um gjörvallan heim nýta enn í dag til kennslu.

Námskeiðið er kennt í fjögur skipti kl 17.45-21.00 á miðvikudögum og föstudögum eða nánar tiltekið dagana 15., 17., 22. og 24. febrúar. Kennari er Katrín Agnes Klar.

Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Myndlistaskolinn 23