07.03.23
Námskeiðið Eðli og tákn lita með Jón B.K. Ransu hefst 15. mars

Námskeiðið Eðli og tákn lita með Jón B.K. Ransu, yfirkennara listmálarabrautar skólans, hefst 15 mars næstkomandi. Viðfangsefni námskeiðsins er eðli lita, skynjun á lit og tákn lita.

Námskeiðið er kennt í sex skipti og er skipt í þrjá hluta. Í hverjum hluta verður boðið upp á örfyrirlestur sem innlegg fyrir verklega vinnu.

Í fyrsta hluta námskeiðsins verður fjallað um eðli lita. Fyrirlestrarefni er Forboðni liturinn en út frá því verða unnin verkefni um samspil ljóss og myrkurs.

Í öðrum hluta námskeiðsins verður fjallað um skynjun á lit. Fyrirlestrarefni er Ekki viljum við að fólk fái flog…eða? Út frá því verða unnin verkefni um samspil lita og forma.

Í þriðja og síðasta hlutanum verður fjallað um tákn lita. Fyrirlestrarefni er Helvítið hann Júdas en út frá því verða unnin verkefni um samspil lita og tákna.

Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er kennt á miðvikudögum kl. 17.45-21.00 í sex skipti.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Sjonlist mir 16