Vorsýning skólans verður opnuð fimmtudaginn 12. maí kl. 14:00 í húsnæði skólans í JL-húsinu, Hringbraut 121.
110 nemendur í dagskóla eiga verk á sýningunni.
Útskriftarnemendur af keramikbraut, listmálarabraut, teiknibraut og textílbraut sýna sjálfstæð lokaverkefni eftir tveggja ára nám við skólann. Nám í keramiki, málaralist, teikningu og textíl miðar að því að dýpka fagþekkingu og auka víðsýni nemenda og búa þau undir frekara listnám eða vinnu sem sjálfstæðir listamenn og hönnuðir.
Á listnámsbraut eru nemendur að búa sig undir háskólanám í myndlist og hönnun. Nemendur á fyrra ári í námi til stúdentsprófs sýna verkefni unnin í íslenskuáfanga en stúdentsefni brautarinnar sýna sjálfstæð lokaverkefni eftir tveggja ára nám. Nemendur sem þegar hafa lokið starfsbraut eða stúdentsprófi af annarri braut framhaldsskóla sýna sjálfstæð lokaverkefni eftir eins árs nám við skólann.
Opnunartímar sýningar:
- Fimmtudagur 12. maí kl. 14-18 (Opnun)
- Föstudagur 13. maí kl. 13-18
- Laugardagur 14. maí kl. 13-18
- Sunnudagur 15. maí kl. 13-18
- Mánudagur 16. maí kl. 13-18