21.11.22
Við tökum við umsóknum um nám á keramik- og textílbrautum fyrir vorönn 2023.

Hefurðu áhuga á myndlist, hönnun og listhandverki? Við getum bætt við nemendum á textíl og keramikbrautum á vorönn 2023.

Um er að ræða tveggja ára nám með áherslu á á aðferðir, tækni og tilraunir. Námið getur nýst sem hluti af BA-prófi frá listaháskólum og menntastofnunum víðsvegar um heiminn. Námið hentar einnig nemendum sem hafa þegar lokið háskólanámi í myndlist eða hönnun og vilja dýpka fagþekkingu sína á efni og aðferðum á einu af þessum sviðum.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 11. desember.

Vorönn hefst fimmtudaginn 5. janúar 2023.

Nánari upplýsingar um rafrænt umsóknarferli má finna hér.

Copy of mir 16 03 21 129 1