Skráning á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga mun hefjast miðvikudaginn 27. apríl kl 13.00. Á mánudaginn verða þau komin inn á vefinn til yfirlits.
Námskeiðin verða kennd í Myndlistaskólanum að Hringbraut 121 og einnig verða námskeið í útibúi skólans á Korpúlfsstöðum.
Námskeiðin eru vikulöng, frá mánudegi til föstudags, og standa yfir í júní og ágúst. Kennslan fer fram daglega, fyrir eða eftir hádegi. Unnið er með margvísleg efni og aðferðir, bæði tvívíð og þrívíð verkefni. Auk þess er farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta.