03.10.22
Örnámskeið með breska teiknaranum Alexis Deacon laugardaginn 8. október

Breski teiknarinn og rithöfundurinn Alexis Deacon heldur örnámskeið í skólanum næstkomandi laugardag, 8. október, kl. 10.00-14.00.

Á námskeiðinu verður unnið með litasamspil (e. color composistion) og notast verður aðallega við klippimyndir (e. collage). Aðferðina notar Alexis sjálfur við gerð barnabóka og myndasagna.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga og reynslu í teikningu, myndlist og/eða hönnun.

Alexis Deacon hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. verðlaun fyrir best myndlýstu bókina hjá New York Times Book Review. Alexis starfar sem kennari við Cambrigdge School of Art og er nú gestakennari við Teiknideild Myndlistaskólans í sjötta sinn.

Verð: 12.000 kr.-

Skráning fer fram hér.

Mynd1